Listamaðurinn sýnir skissur, olíu- og pastelmyndir unnar á tímabilinu 1990-2003 Garðar Eymundsson fæddist 29. júní 1926 í Baldurshaga á Seyðisfirði. Hann hefur málað og búið til myndir frá því hann man eftir sér. Garðar lærði hjá Karli Kvaran og hefur verið virkur í lista- og menningarlífi Seyðisfjarðar um áratugaskeið. Garðar hefur sýnt víða, verið sýningastjóri, skipuleggjandi og þátttakandi í að gera listahátíðina Á seyði svo veglega sem raun ber vitni. Listagyðjunni sýndu hann og kona hans Karólína Þorsteinsdóttir mikinn og ómetanlegan sóma með því að gefa hús sitt Skaftfell til eflingar lista- og menningarlífs á Seyðisfirði.
2003
Fjaðrir – Feathers
Sýningin var sett upp í gamalli síldarverksmiðju sem gengur undir nafninu Gamla Norðursíld á Seyðisfirði. Síldarverksmiðja þessi þjónaði sem vinnustofa hennar þær vikur sem hún dvaldi hér. Fjallahringurinn sem er útsýni vinnustofunnar hefur hún teiknað aftur og aftur og hægt og rólega umbreyttist fjörðurinn í höndum hennar í fjöður (fjörður – fjöður). Sýningin er ein stór innsetning á sama tíma og hvert verk fær sitt andrými. Innsetningin samanstendur af teikningum af firðinum, löngum pappírsrenningum með orðinu „fjörður“ skrifað aftur og aftur, fjöðrum sem límdar eru á pappír og fleiri stúdíum af orðinu sjálfu og útsýninu. Eftir því sem lengra er […]