02 sep 2006 – 21 sep 2006 Vesturveggur Laugardaginn 2. september 2006 kl: 17:00 opnuðu þeir kumpánar Kristján og Pétur sýningu sína: It will never be the same Þegar spennan í boga Vilhjálms Tell þeytti af stað örinni sem rataði í epli á höfði sonar hans voru að verki öfl þau sem Ísak Newton skilgreindi í þyngdarlögmálinu og hinum þremur lögmálum hreyfingar. Hins vegar voru öflin sem knúðu Tell til þess að leggja líf sonar síns í hættu verk manna í leit að reglu og skipulagi. Þó hægt sé að fullyrða að tár sem fellur af hvarmi hafi hröðunina þá er ógerlegt að gera formúlu […]
2006
ADAM VAR EKKI LENGI Í PARADÍS
26 ágú 2006 – 22 sep 2006 Aðalsýningasalur Laugardaginn 26. ágúst nk. kl. 17:00 opna Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gauthier Hubert sýningu sína ADAM VAR EKKI LENGI Í PARADÍS í menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Guðný og Gauthier hafa dvalið í mánuð í listamannaíbúð Skaftfells og kynnst bænum og bæjarbúum og er sýningin að hluta sprottin út frá veru þeirra hér á landi. Taurus : Gagnrýni á framkomu. Gauthier Hubert er fæddur í maí 1967, sonur André Hubert og Marie-Gislaine Vandermijnsbruggen. Hann kom fyrst til Íslands árið 1995. Síðan kalla allir Íslendingar, sem hann umgengst, hann einfaldlega Gutta til að forðast vandræði við […]