16. maí 2006 Þriðjudaginn 16. maí kl. 15:00 til 18:00 mun hópur listamanna standa fyrir spjalli í Skaftfelli, menningarmiðstöð. Hópurinn er framlag Nýlistasafnsins til listahátíðar 2006 og mun sýningarstjórinn Amaia Pica kynna sýninguna fyrir Austfirðingum ásamt því sem listamennirnir munu spjalla um list sína og hugmyndafræði. Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar með spjallinu. Listamennirnir eru: Amalia Pica (sýningastjóri/curator) Geirþrúður Hjörvar Tine Meltzer Mieke van de Voort Ryan Parteka
2006
SLEIKJÓTINDAR
Vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þátttakendur vinnustofunnar eru sex útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ og fjórir erlendir listnemar frá Austurríki, Eistlandi, Danmörku og Skotlandi. Öll eru þau nýir meðlimir Dieter Roth Akademíunnar og er leiðbeinandi námskeiðsins prófessorinn og myndlistamaðurinn Björn Roth. Hópurinn mun setja upp sýninguna Sleikjótindar (Lollitops) í Skaftfelli og verður sýningin formlega opnuð þann 18. mars kl: 16.00 og mun hún standa til 29 apríl. Þetta er í sjötta skipti sem vinnustofa af þessari gerð fer fram á Seyðisfirði og hafa listamenninir notið stuðnings íbúa og fyrirtækja […]