11 mar 2006 Næstkomandi laugardag verða Tangó tónleikar í Skaftfelli. Tónleikarnir verða í aðalsýningarsal Skaftfells þar sem nemar Listaháskólans hafa hreiðrað um sig. Gestum gefst tækifæri til að hlýða á og dansa við ástríðufulla tóna Astor Piazzolla og kíkja á listaverk í vinnslu vorboðanna. Hljómsveitin er skipuð fríðum flokki alþjóðlegra tónlistakennara Austurlands en hópurinn hittist reglulega, spilar og skemmtir sér. Þetta eru þau Ólöf Birna Blöndal og Zigmas Genutis (Litháen) á píanó, Charles Ross (Skotland) á fiðlu og mandólín, Suncana Slamnig (Króatía) söngur og selló, Steingrímur Birgisson og Ronald Heu (Svíþjóð) á gítar, Tristan Willems (Bandaríkin) á kontrabassa, saxafón, þverflautu […]