2009

Dúett – Sonnettusveigur

Dúett – Sonnettusveigur

Bókin Dúett kom út fyrir tæpu ári síðan og er samstarfsverkefni Lóu og Sigga. Hún málar myndirnar og hann yrkir ljóðin. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og flestar málaðar á árunum 2007-2008. Sonnettusveigurinn var fimmtán ár í smíðum, með hléum. Sýningin hefur áður verið opnuð á nokkrum stöðum á landinu svo sem í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum, á jafnréttisráðstefnu í Keili á Suðurnesjum og nú síðast við útkomu bókarinnar á listasumri í Deiglunni á Akureyri 2008. Dúett rekur unaðsstund tveggja manneskja í sonnettusveig. Sonnettusveigur er vafinn úr fjórtán sonnettum.  Sonnetta eins og hér er notuð, er fjórtán línur þar […]

Read More

Ekki meir

Ekki meir

Veggspjöld eftir Svara Pétur Eysteinsson, grafískan hönnuð og tónlistarmann með meiru, verða til sýnis í Bókabúðinni – vinnurými Skaftfells 18. apríl – 18. maí. Sýningin samanstendur af sex veggspjöldum sem hvert um sig lýsir óþoli listamannsins við ákveðnum hlut og er í leiðinni uppgjör hans við hlutinn. Sýningin opnar laugardaginn 18. apríl klukkan 16:00. Hljómsveitin Létt á bárunni, sem skipuð er hjónunum Svavari Pétri og Berglindi Häsler mun leika við opnunina. Allir velkomnir og frítt inn.