Þórunn Hjartardóttir opnar sýningu í verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði fimmtudaginn 20. ágúst, en hún er gestalistamaður þar þennan mánuð. Verkefnarýmið er gamla bókabúðin við Austurveg, en þar hefur Þórunn unnið stað- og tímabundna innsetningu sem heitir Leiðréttingar. Þórunn notar bókbandslímband til að mála geómetríu inn í rýmið. Límbandið, sem er stundum kallað kjölband, er úr striga og aðeins framleitt í nokkrum litum og breiddum og gjarnan notað til að gera við bókakili. Þórunni hefur áður límt í sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Ég byrja á að skoða arkitektúrinn og rýmið vel og vandlega, hvað einkennir það? Hvað finnst mér ástæða til […]
2009
hér.e
15.08.09-15.09.09 Vesturveggurinn – Skaftfelli Sýningin opnar samtímis á tveim stöðum, opnun í Skaftfelli hefst klukkan 23:30 að kvöldi 15. ágúst. Á miðnætti mun fara fram gerningur. ÍSLAND 00:00 MIÐNÆTTI Vesturveggurinn Skaftfell Seyðisfirði Laugardaginn 15. ágúst AOTEAROA (Nýja Sjáland) 12:00 NOON Vic Design School Sunday 16 August 2009. hér.e er sýning á sjón- og tónverkum sem á sér stað á sama tíma á Seyðisfirði og í Wellington á Nýja Sjálandi. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, þrívíddarverki og hreyfimyndum auk tónverks, innblásnu af sjónverkunum. Þar sem þeir koma saman, dagarnir. Þegar sólin sest og rís samtímis. Þegar dagurinn kveður og biður að […]