2009

Sauðburður

Sauðburður

Sýningin er hluti sýningaraðarinnar “Réttardagur 50 sýninga röð” sem hófst 21. júní 2008 og líkur 23. júní árið 2013. Fyrirhugað er að setja upp 50 ólíkar sýningar á tímabilinu víða um heim. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á menningu landans sem hlýst af sauðkindinni, ekki fyrir 70 árum heldur nú á líðandi stundu. Samhliða munu sýningarnar varpa ljósi á þróun og áherslur í verkum Aðalheiðar. Á hraða nútíma samfélags gleymist stundum að líta til baka og skoða hvaðan við erum komin. Nú þegar efnahagskerfi Íslands er í molum er enn mikilvægara að læra og rifja upp hvað það er […]

Read More

Marta María Jónsdóttir

Marta María Jónsdóttir

Marta María lærði við málaradeild Listaháskóla Íslands og lauk MA Fine Art við Goldsmiths College í London árið 2000. Einnig hefur hún numið teiknimynda- og hreyfimyndagerð sem hún notar líka í sinni myndlist. Sem dæmi sýndi hún nýlega hreyfimynda-altaristöflu í samstarfi við Arnald Mána Finnsson, á sýningunni Orð Guðs á Listasafni Akureyrar. Hún myndskreytti og hannaði á síðast ári ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur, To bleed straight. Marta sýndi nýlega málverk og teikningar í Gallerí Ágúst. Málverk hennar eru samsett, lagskipt og tákna hvert sinn heim. Verkin eru á mörkum þess að vera teikningar og málverk. Flest eru þau óhlutbundin og oft […]

Read More