2010

Listamannaspjall #1 og opnun sýninga í­ Skaftfelli

Gestalistamenn septembermánuðar, þau Lina Jaros, Geir Mosed & Jens Reichert bjóða til listamannaspjalls í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi föstudaginn 10. september kl. 17:00 þau munu halda stutt erindi um verk sín og sýna myndir. Á sama tíma mun Jens Reichert opna sýninguna Washed ashore á Vesturveggnum og Geir Mosed opnar jafnframt sýninguna Plucked í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells. Lina Jaros, f. 1981 í Svíðjóð býr og starfar í Stokkhólmi. Hún lauk námi frá Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi 2009. Með ljósmyndavélina að vopni kannar Lina Jaros sálfræði hins óræða eða óljósa, hún stefnir saman manngerðum hlutum og náttúrulegum í uppstillingum […]

Read More

Hildur og Thelma

Hildur og Thelma

Hildur Björk Yeoman & Thelma Björk Jónsdóttir 10.08.10 – 18.08.10 Bókabúðin – verkefnarými Fatahönnuðirnir Hildur og Thelma opna sýningu á verkum sínum í gluggum bókabúðarinnar þriðjudaginn 10. ágúst kl. 17:00. Þær munu standa fyrir námskeiði í hönnun aukahluta helgina 13. – 15. ágúst. Áherlsla verður lögð á höfuðskraut og hálsskart t.d. hattar, spangir, spennur, hálsmen, kraga eða klúta. Skráning á námskeiðið fer fram á opnun sýningarinnar eða í síma, hjá Hildi í s. 691 7364 eða Thelmu í s. 844 1992 Hildur og Thelma verða með opna vinnustofu og búð í bakrými bókabúðarinnar á meðan á sýningunni stendur.