2010

Tóti Ripper

Tóti Ripper

17.06.10 Bókabúðin – Verkefnarými Í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells mun Seyðfirðingurinn Tóti Ripper sýna málverk sem hann hefur unnið á síðustu misserum. Tóti er mörgum kunnur en þó ekki sem málari. Hann hefur einungis fengist við málaralist í rúmt ár en verk hans einkennast af ríkri tjáningu, litagleði og myndrænni frásögn.

Stuttmyndir og stop – motion

Stuttmyndir og stop – motion

03.06.10 – 14.06.10 Vesturveggurinn Stuttmyndir: Flugan Raspútín & Dr. Hrollur Nemendur úr efstu bekkjum skólans sóttu námskeið í vetur hjá kvikmyndagerðamanninum Kára Gunnlaugssyni. Á námskeiðinu kynntu nemendurnir sér hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar og unnu að lokum tvær stuttmyndir. Stop-motion: Nemendur 7., 9. og 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla kynntu sér stop-motion tækni í myndmennt í vetur undir handleiðslu myndlistarmannsins Hönnu Christelar Sigurkarlsdóttur. Þau unnu saman í hópum og afraksturinn eru 16 stutt myndbönd. Kvikmyndagerðamaðurinn Kári Gunnlaugsson er búsettur á Seyðisfirði og fæst þar við ýmis störf tengd hugðarefnum sínum. Myndlistarmaðurinn Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er einnig búsett á Seyðisfirði, hún hefur starfað sem […]

Read More