2012

FAVORITE SPOTS

FAVORITE SPOTS

17.06.-27.06. Verkefni Takeshi, Favourite Spots, byggist þá því að íbúi Seyðisfjarðar fara með hann og myndavélina hans á uppáhaldsstað sinn, í eða við bæinn. Í sameiningu taka þeir viðhafnar ljósmynd af staðnum og þátttakandinn gerir grein fyrir vali sínu. Með þessu ferli vonast listamaðurinn eftir því að búa til sjónræna framsetningu á hugsunum, hugmyndum og sögum Seyðfirðinga. Takeshi Moro er aðstoðarprófessor í listum og listasögu í Santa Clara Háskólanum, San Francisco. Hann hefur kennt ljósmyndun í Bowling Green State háskólanum og Otterbein háskólanum, í Ohio. Takeshi hlaut BA gráðu frá Brown háskólanum og vann tímabundið í fjármálageiranum. Ljósmyndun átti þó […]

Read More

Vorsýning myndmennt

Skaftfell hefur undanfarin ár haft umsjón með myndmenntarkennslu í 7.-10. bekk Seyðisfjarðarskóla. Til að fagna skólaslitum verður haldin vorsýningum á völdum verkum nemenda í Bókabúðinni-verkefnarými. Sýningin opnar sunnudaginn 10. júní kl. 16, og stendur til miðvikudagsins 13. júní. Opið verður frá kl. 16-17. Nemendur í 7. – 8. bekk fengu það verkefni að skoða hús og mismunandi leiðir til að túlka það viðfangsefni, í tví- eða þrívíða miðla. Nemendur í 9. – 10. bekk kynntu sér líf og list Ásgeirs Jón Emilssonar, Geira. Þau sóttu innblástur frá honum til að vinna að frjálsu verkefni.