Skaftfell hefur undanfarin ár haft umsjón með myndmenntarkennslu í 7.-10. bekk í Seyðisfjarðarskóla. Á Vesturvegg gefur að líta verkefni sem nemendur í 9. – 10. bekk gerðu á vorönn 2012. Þau kynntu sér líf og list alþýðulistamannsins Ásgeirs Jón Emilssonar, Geira, og sóttu innblástur frá honum til að vinna að frjálsu verkefni.
2012
TWIN CITY: opin vinnustofa og listmannaspjall #10
Í Bókabúðinni – verkefnarými munu gestalistamenn Skaftfells í september, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tønnesen, vinna að verkefninu Twin City. Opin vinnustofa: – miðvikudag til laugardag, 19. – 22. sept, kl. 13-16. – miðvikudag, 26. sept, kl. 13 og frameftir. – fimmtudag til laugardag, 27. – 29. sept, kl. 13-16. Listamannaspjall #8: Laugardaginn 29. sept kl. 16, Bókabúð-verkefnarými Verkefnið Twin City hverfist um smábæina Seyðisfjörð og Melbu, í Noregi. Asle og Ditte munu tengja þessa bæi með innsetningu þvert yfir Atlantshafið. Listamennirnir telja að með þessu verkefni séu þau í fyrsta skipti að sameina á ný tvíbura sem hafa verið […]