Opnun föstudaginn 6. júlí kl. 17. Ting Cheng er búsett í London en á ættir sínar að rekja til Tæwan. Hugarfóstur Ting í myndlist byggja ekki á að endurgera raunverulegar minningar heldur skapa súrrealískar aðstæður þar sem áhorfandinn verður bæði móttakandi og þátttakandi. Með því að tengja saman líkama og rými fangar Ting hversdagslega hluti og aðstæður í svipmynd sem virðist vera af öðrum heimi. Listakonan vonast til að vekja upp spurningar og efasemdir með því að stunda gáskafullar rannsóknir, gera tilraunir og skoða umhverfi okkar út frá nýju sjónarhorni. Á Vesturveggnum mun Ting sýna ný verk sem eru unnin […]