Föstudaginn 26. júlí kl. 17:00 í Bókabúð-verkefnarými. Ragnheiður Gestsdóttir og Curver Thoroddsen hafa dvalið í vinnustofum Skaftfells í júlí. Sýningin Fölblár punktur er samstarfsverkefni þeirra og til sýnis verður afrakstur vinnu og tilrauna listamannanna á tímabilinu. Viðfangsefni þeirra kanna bæði óravíddir heimsins og tilbreytingarlausan hversdagsleikann á sama tíma. Ragnheiður og Curver vinna með hina ýmsu miðla m.a. skúlptúr, vídeó og hljóð. Þau hafa áður verið saman í sýningu í New York en þetta er í fyrsta sinn sem þau gera myndlistarverk í samstarfi. Ragnheiður og Curver unnu saman að gerð tilraunakvikmyndinni „Eins og við værum“ sem var byggð á sex mánaða […]
2013
Gjörningur og tónleikar
Danski listahópurinn A Kassen, gestalistamenn Skaftfells, og raftónlistarmaðurinn Auxpan halda sameiginlegan viðburð laugardaginn 6. júlí kl. 17:00 við Tvísöng. A Kassen sýna gjörning og Auxpan flytur eigin tónlist samfara. Léttar veitingar fyrir börn og fullorðna í boði Skaftfells. Það verður kolagrill á staðnum og öllum velkomið að koma með eigin mat. Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað, sjá nánar hér.