2015

The Spaghetti Incident

The Spaghetti Incident

3. – 5. júlí 18:00-21:00 í Bókabúðinni-verkefnarými Sýningin The Spaghetti Incident er einnar rásar myndbands innsetning sem er unnin úr frá aðferðum átakamálverksins (e. action painting) og plötukápu Guns N’ Roses frá 1993. Verkið er niðurstaða hugarflugs við verkavinnu og fjallar um ástandið sem myndast þegar endurteknar hreyfingar aðskilja huga og líkama, andlegt ferðalag sem borgar 11 evrur á tímann. Christian Hansen er tónlistar- og myndlistarmaður, búsettur í Rotterdam, Hollandi. Í verkum sínum kortleggur hann sambandið milli fjarlægðar og tíma og rýmisins milli þessa tveggja þátt. Til að gera þetta áhugamál kostnaðarminna býr Christian oft til eigin tól úr endurunnin […]

Read More

Ingólfur Arnarsson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir

Ingólfur Arnarsson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir

Sýningarstjóri Gavin Morrison Listamennirnir Ingólfur Arnarsson (f. 1956) og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir (f.1975) virðast við fyrstu sýn nota ólíkar leiðir í listsköpun sinni. Stefnumót verkanna sem hér eru til sýnis felst í spurningunni um málaralistina, verkin geta talist til málaralistar án þess að vera eiginleg málverk. Steinsteyptar lágmyndir Ingólfs birtast sem kyrrlát inngrip með óreglulegu millibili á veggjum sýningarrýmisins. Þær er svipaðar að lögun og gerð, flöturinn sem snýr að áhorfandanum hefur verið pússaður niður, sléttaður af natni og grunnaður þannig að hann virðist fullkomlega lygn. Tilbrigðin liggja í hluta ferhyrningsins sem litur hefur verið borinn á, ýmist efri eða […]

Read More