Í ágúst og desember dvelja London Fieldworks sem gestalistamenn í Skaftfelli. Á þessu tveggja mánaða tímabili munu þau búa til stuttmyndir um ljós og myrkur í þeim tilgangi að bera kennsl á og túlka staðbundna þekkingu í tengslum við síbreytileg birtuskilyrði. Bruce og Jo munu kynna verk sín og efna til umræðna um upplifun á ljósi og myrkri á Seyðisfirði. Listamannateymið Bruce Gilchrist og Jo Joelson kanna sambandið milli landafræði og samtímamyndlistar, snertifleti menningar og náttúru í gegnum kvikmyndir, manngerð umhverfi og fjölskynjunar innsetningar. Þau reka vinnustofu í austur London, en starf þeirra fer fram með vettvangsvinnu í þéttbýli, dreifbýli […]
2016
Ævintýri
Raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Pálsson verður fluttur sem hluti af yfirstandandi sumarsýningu Skaftfells, Samkoma handan Norðanvindsins. Magnús er fæddur 1929 á Eskifirði og er einn áhrifamesti listamaður sem Ísland hefur alið. Magnús hefur starfað ötullega að listiðkun í sex áratugi og ávallt á mörkum myndlistar, tónlistar og leiklistar. Raddskúlptúrinn byggist á ítalskri sögu þar sem garðyrkjumaður gengur fram á lík á akri nokkrum og býr um líkið. Þegar hann snýr aftur til vinnu daginn eftir er líkið horfið. Magnús Pálsson er skúlptúristi, hljóðskáld, gjörningamaður og kennari en einn aðaláhrifavaldur hans var Flúxus hreyfingin en með henni ruddi hygmyndalistin og konkret-ljóðlistin sér […]