Norska listakonan Nora Joung endursegir sögur sem styðjast við sögulegar staðreyndir, heimspekilegar vangaveltur og ljóðræna frásögn. Fyrir sýninguna Samkoma handan Norðanvinsins mun hún segja frá mismunandi virkni munnsins, menningarsögu hans, stúlku sem drukknaði og gúmmíbragði. „The rescue-Anne doll is said to be the most kissed face in the world. She is modelled after the death mask of a drowned teenager found floating in the river Seine. Though the pathologist ruled her death a suicide, an impish smile rested on her lips. After the death mask became popularised as a piece of decór, actresses took to modelling their look after it. For a […]
2016
Litlir heimar
Listamannaspjall og opnar umræður um áhrif ferðamannaiðnaðarins á Seyðisfjörð. Þar sem vöxtur ferðamannaiðnaðarins á Íslandi er einn sá hraðasti í heiminum í dag er það orðið brýnna en nokkur sinni fyrr að ræða möguleg áhrif erlendra ferðamanna á íslenska menningu. Að vissu leyti má líta á ferðamannaiðnaðinn sem leið til að varðveita menningu, auka hagvöxt og bæta lífsskilyrði samfélagsins, en hvað er í húfi? Hvernig getur lítill staður eins og Seyðisfjörður haldið sérkennum sínum og sjarma á sama tíma og gríðarlegur fjöldi ferðamanna sækir hann heim? Þriðjudaginn 9. ágúst n.k. mun Jessica Auer, gestalistamaður í Skaftfelli, deila með gestum myndrænni […]