2019

Hazard Zone – Ferðast á milli laga

Hazard Zone – Ferðast á milli laga

Þriðjudaginn 10. september kl. 20:00-21:00, bíósalur Herðubreiðar Zdenka Brungot Svíteková mun ásamt danshópnum sínum, sem dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells, sýna dansgjörning sem þau eru að þróa í bíósal Herðubreiðar þriðjudaginn 10. september kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Til viðbótar munu fara fram tveir gjörningar utandyra á næstu dögum (viðburðurinn er háður veðri). Allir eru velkomnir og mega mæta hvenær sem er á meðan á gjörningnum stendur: Föstudaginn 6. september kl. 15:00-17:00 í Vestdal. Miðvikudaginn 11. september kl. 14:00-16:00 á veginum út að snjóflóðagarði og kl. 17:30-19:00 á […]

Read More

Zdenka Brungot Svíteková – Ferðast á milli laga

Zdenka Brungot Svíteková – Ferðast á milli laga

Danssmiðja og líkamsvinna „Eðli okkar er eins og landslag, sífellt að ummyndast um leið og það leitast eftir samfellu og endingu.“ Bonnie Bainbridge Cohen Zdenka Brungot Svíteková (NO/SK) er gestalistakona Skaftfells í águst og september. Hún er dansari, danshöfundur og kennari. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í dansi frá Academy of Music and Dramatic Arts Bratislava, Slóvakíu.  Verk Zdenku eiga rætur sínar að rekja til rannsókna hennar á hreyfingu í tengslum við djúpstæðan áhuga hennar á líkamanum. Í augum Zdenku er líkaminn vettvangur rannsókna, skilnings og minninga; hann kennir, miðlar og geymir upplýsingar. Eitt af leiðarstefum í listrænni nálgun hennar er […]

Read More