Sýningarsalur Skaftfells, 7. apríl – 2. júní, 2019 Sýning á undursamlega óvenjulegum og fjölbreyttum söfnum fengin að láni frá íbúum Seyðisfjarðar og nærliggjandi svæðum. Opnun 6. apríl, kl. 16:00-18:00. Allir eru velkomnir. Öll erum við í eðli okkar safnarar, ýmist af ásettu ráði en oft af tilviljun. Slík söfn endurspegla oft á tíðum persónuleika okkar og geta sem slík sagt okkur eitthvað um safnarann. Sýning þessi varð að veruleika þegar íbúum bæjarins og nærliggjandi svæða var boðið að sýna hluti sem þau safna. Slík breidd safna endurspeglar fjölbreytileika íbúanna. Þau spanna allt frá úrvali ritvéla til kvikmyndaskráa, frá servíettum til […]
2019
Åse Eg Jørgensen – Kompendium
Gallerí Vesturveggur í Bistrói Skaftfells, 27. mars – 12. júní, 2019. Åse Eg Jørgensen (fædd 1958) er dönsk listakona og grafískur hönnuður sem búsett er í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið meðútgefandi listatímaritsins Pist Protta síðan 1981. Hún vinnur með prentað efni og er mjög umhugað um pappír, liti og bækur. Åse hefur komið til Seyðisfjarðar síðan 2013, sem gestalistamaður og nýverið til að leiða þematengda vinnustofu Skaftfells „Printing Matter“. Útgáfa Åse samanstendur af ritröð bókverka sem sífellt bætist við í og kallast Kompendium 1-38 (2010-2019). Úrval ritraðarinnar er nú til sýnis á Gallerí Vesturvegg. Ritröðin er prentuð með einlita laserprentara […]