2019

/www/wp content/uploads/2019/03/pm2019

Printing Matter – Sýning #4

Laugardaginn 23. mars, kl. 16:00-18:00, í Tækniminjasafni Austurlands, Seyðisfirði. Amy Uyeda (CA), Apolline Fjara (FR), Eva Bjarnadóttir (IS), Labhaoise Ni Shuilleabhain (IE), Mary Buckland (CA), Olga Adele (LV), Shanice Tasias (CH) Laugardaginn 23. mars munu sjö listamenn sýna útkomu þeirra í tengslum við Printing Matter, sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samvinnu með Tækniminjasafni Austurlands. Þematengdu gestavinnustofur Skaftfells eru hugsaðar sem vettvangur til að deila þekkingu, eiga samtal og samstarf milli þátttakenda. Printing Matter er nú haldið í fjórða sinn og hefur síðustu þrjár vikur leitt saman listamenn hvaðanæva. Listamennirnir hafa, undir handleiðslu Åse Eg Jörgensen og Piotr […]

Read More

/www/wp content/uploads/2019/03/img 9253ed2

Sidsel Carré: Åndedrættet – Andardrátturinn

Fimmtudaginn 21. mars, kl. 19:00 – 22:00, kaffishúsið/gallerí í Herðubreið Sidsel Carré (DK) mun sýna ný málverk og verk í vinnslu sem hún hefur unnið að við vinnustofudvöl sína í Skaftfelli í febrúar og mars. Kaffihúsið verður opið og allir eru velkomnir.  Um listamanninn:  Sidsel Carré (DK) nam málun við Danska konunglega listaháskólann og útskrifaðist þaðan árið 2015. Við dvöl sína í gestavinnustofu Skaftfells hefur Sidsel unnið að nýjum málverkaseríum og í ferlinu hefur hún notað vatnslitapappír. Innihald seríanna byggir á spennunni á milli þess óefnislega, fallvaltleika raunveruleikans og hins tilbúna, og ferli vinnunnar sem leiðir að niðurstöðu verksins, þ.e. […]

Read More