Vesturveggur gallerí, Skaftfell Bistró, 17. júni – 1. júlí 2020. Um langt skeið hefur gestum í Bistrói Skaftfells boðist að teikna og skrifa á A4 blöð og skilja eftir. Einu sinni á ári er bunkinn svo bundinn inn í bók. Vegna aðstæðna sem sköpuðust vegna Covid-19 bauð Skaftfell öllum á Seyðisfirði og víðar að senda inn teikningar sem gerðar voru þegar setja þurfti almenningi reglur um samskiptabann og sóttkví. Þessar teikningar gátu verið afsprengi þeirra tilfinninga og þanka sem spruttu fram á þessu undarlega tímabili sem við þurftum öll að ganga í gegnum. Eftir afléttingu samkomubanns er gaman að geta […]
2020
Ingibjörg Sigurjónsdóttir: Mon ciel, mi cielo. Hvað ertu raunverulega að meina?
17. júní – 6. september, 2020 Sumarsýning Skaftfells verður í höndum myndlistarmannsins Ingibjargar Sigurjónsdóttur (f.1985) sem býr og starfar í Reykjavík. Hún mun sýna eigin verk í formi teikninga, stafrænna prenta og skúlptúra, ásamt völdum verkum eftir listmálarann og leirlistamanninn Benedikt Guðmundsson (1907-1960), en Ingibjörg ólst upp innan um verk hans sem prýddu heimili afkomenda hans sem eru nánir fjölskylduvinir. Verk Ingibjargar snerta á „grunnviðleitninni til listsköpunar og undirstöðu myndlistar – línu, lit, myndbyggingu“ en eru um leið hluti af frásögn sem raðast saman úr brotum sem glittir í. Titill sýningarinnar er fenginn úr texta eftir Ingibjörgu þar sem hún […]