Gestalistakona Skaftfells í maí, Bjargey Ólafsdóttir, sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í sýningarsalnum 2. hæð. Sýningin stendur til 30. maí. Aðgengt er í gegnum Bistróið sem er opið virka daga kl. 12:00-13:00 og 18:00-20:00 og um helgar kl. 18:00-20:00. Séu óskir um aðra heimsóknatíma er hægt að hafa samband við Skaftfell í síma 472 1632. Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands sem og Myndlistarakademíuna í Helsinki. Hún nam ljósmyndun við Aalto University í Helsinki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin […]
2020
(Matter/Efni) – Kirsty Palmer í galleríi Vesturveggur
Ný sýning í galleríi Vesturveggur í bistrói Skaftfells stendur frá 5. maí. (Matter/Efni) er samansafn nýrra verka sem Kirsty Palmer (UK) vann að á meðan hún dvaldi sem gestalistamaður í Skaftfelli frá febrúar til maí 2020 og er viðbragð við umfjöllunarefni sem eru Kirsty hugleikin. Í verkunum skoðar hún tilurð mynda í samhengi við miðil sem er í stöðugri þróun í verkum hennar sem samanstanda aðallega af skúlptúrum og staðbundnum verkum. Kirsty Palmer býr og starfar í Glasgow. Drifkrafturinn í verkum hennar byggir oft á formföstum nálgunum; efnið sjálft, breytilegt ástand þess og sjálft sköpunarferlið. Hún hefur áhuga á fyrirbærafræðilegum möguleikum í […]