Sænska listakonan, Gudrun Westerlund, sem dvelur nú um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells kynnir nýjustu verk sín með pop-up vídeó sýningu og listamannaspjalli í sýningarsal Skaftfells sem er annars lokaður um þessar mundir vegna Covid-19. Vídeóið verður sett inn á Instagram og Facebook síðu Skaftfells. https://www.facebook.com/watch/?v=926205317831042 Gudrun Westerlund er myndlistakona sem býr og starfar í Uppsölum í Svíþjóð. Hún er fyrst of fremst málari en vinnur líka með landslagslist og annars konar listatengd verkefni. Hún blandar saman hlutbundinni myndlist og frásagnarlist á óhlutbundinn hátt. Á Íslandi hefur Gudrun unnið með blek og vatnsliti og jafnvel gert tilraunir í landslagslist með snjó og ís. Gudrun er mjög […]
2020
STAÐUR_
STAÐUR_ er þriggja daga sýning í sýningarsal Skaftfells á verkum eftir Julian Harold (FR), Hyun Ah Kwon (KR), Kristen Mallia (US) og Kirsty Palmer (UK) sem eru gestalistamenn Skaftfells í febrúar og mars 2020. Sýningin STAÐUR_ er viðbragð listamannanna við kynni þeirra á stað og rými með því að skoða ferli, efni og tíma. Hver listamaður notar mismunandi miðil og tækni og veltir fyrir sér hugmyndinni um samsetningu rýmis; jaðra þess og rýmisins inni á milli auk skírskotanna til sögu og minninga. Verkin, sem eru oft endurspeglandi, eru ekki eingöngu safn upplifanna hvers listamanns fyrir sig á staðnum heldur búa […]