27. júlí – 3. október 2021, Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró Opið daglega kl. 12-22. Þriðjudaginn 27. júlí opnar Magdalena Noga sýningu á Vesturvegg í bistrói Skaftfells. Vegna nýrra samkomutakmarkana verður ekki sérstök opnun en sýningin mun standa til 3. október og hvetjum við alla áhugasama að kíkja við. Magdalena hefur verið lærlingur Skaftfells í sumar með styrk frá ERASMUS. Hún er ljósmyndari frá Póllandi en útskrifaðist með BA gráðu í pólskum málvísindum í Jagiellonian University og MA gráðu í list- og hönnun frá Pedagogical University í Kraká. Hún vinnur með ólíka miðla og hefur reynslu af því að skipuleggja sýningar og […]
2021
Nýtt vegglistaverk á Seyðisfirði eftir Anna Vaivare
Norðurgata 7, Seyðisfjörður Gestalistamaðurinn Anna Vaivare hefur verið mjög afkastamikil við dvöl sína í gestavinnustofu Skaftfells og hefur nú lokið við nýjasta veggmálverkið sitt á Norðurgötu 7 hér á Seyðisfirði. Við hvetjum alla áhugasama að kíkja á þessa fallegu og skemmtilegu breytingu á húsinu við Norðurgötu 7, eða “Magasín” eins og húsið hefur verið kallað. Húsið var eitt sinn skóbúð – sögulegt smáatriði sem má finna í veggmyndinni. Afhjúpun verksins og kveðjupartý fyrir Önnu fer fram laugardaginn 5. júní klukkan 20:00 í garðinum á Norðurgötu 7 og eru allir velkomnir! Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur fyrst og fremst […]