11. maí – 25. júlí 2021, Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró Opið mið-fös, kl. 12:00-22:00 og lau-sun, kl. 16:00-22:00. Árið 2019 klæddist Anna Margrét Mjallhvítarkjól í hundrað daga frá 23.janúar til 3.maí. Gjörningurinn var partur af útskriftarverki Önnu Margrétar frá Listaháskóla Íslands og var innblásinn af þremur sögum; ævintýrinu um prinsessuna Mjallhvíti, myndlistarverkinu um hina raunverulegu Mjallhvíti og sögunni af upprunalegu Mjallhvíti frá Siglufirði. Í verkinu Real Snow White eftir finnsku listakonuna Pilvi Takala klæðist listakonan Mjallhvítarkjól og ætlar sér að fara í Disneygarðinn í Frakklandi en er ekki hleypt inn af öryggisvörðunum af hræðslu við að hún gæti ógnað ímynd Disney. Kristín Sölvadóttir frá Siglufirði flutti […]
2021
Anna Vaivare – Sundlaug
7. maí – 5. júní 2021, Sundhöll Seyðisfjarðar Athugið að sýningin er eingöngu aðgengileg sundlaugargestum. Opnunartími. „Sundlaug“ er sýning með teikningum úr bók Önnu sem ber sama titil. Bókin kom fyrst út í júní 2014 (þriðja útgáfa: maí 2019) í Letlandi sem hluti af myndasögu sýnisbók sem nefnist “Kuš!” í ritröðinni “Mini kuš!”. Hún fjallar um starfsmann laugarinnar sem lætur lítið fyrir sér fara í starfi sínu en hefur á sama tíma yndi af því að fylgjast með sundlaugargestum. Þegar lesandinn á síst von á bregður hún sér í vatnið og afhjúpar leyndarmálið sitt. Hægt er að kaupa bókina á […]