Sunnudaginn 7. ágúst kl. 16:30, Herðubreið Skaftfell býður Rachel Simmons gestalistamann ágústmánaðar hjartanlega velkomna! Rachel mun opna sýningu á verki sínu FLOCK í gallery Herðubreiðar og halda kynningu á verkum sínum og námskeiði sem hún mun bjóða uppá síðar í ágúst fyrir börn og foreldra á Seyðisfirði. Rachel Simmons er Bandarískur listkennari sem kennir prentlist og bókagerð við Rollins College í Winter Park, Flórída. Hún hóf listkennslu feril sinn eftir að hafa hlotið MFA gráðu í listmálun og teikningu frá Louisiana State University. Rachel sérhæfir sig í bókagerð og prentun og er listsköpun hennar innblásin af bæði umhverfis aktívisma og persónulegum frásögnum. […]
2022
Bókalestur með A. Kendra Greene
Laugardaginn 16. júlí 2022, kl. 16:00. Roth Hornið, Skaftfell Bistró Skaftfell býður þér að hitta A. Kendra Greene, rithöfund, listamann og höfund af The Museum of Whales You Will Never See: And Other Excursions to Iceland´s Most Unusual Museums (Penguin Books). Kendra mun lesa úr bók sinni og árita eintök. Allir velkomnir! „Delightful… Exuberant… With each chapter Greene circles around her subject as if viewing it in a vitrine, approaching it from a different angles… The book is shot through with glee and irreverence.“ –The Guardian