Alter/Breyta er samsýning myndlistarmannanna Brák Jónsdóttur, Hugo Llanes, Joe Keys og Nínu Óskarsdóttur. Sýningin opnaði laugardaginn 26. mars og stendur til 22. maí. Sýningarstjóri er Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. Um sýninguna: Sýningin Alter / Breyta er samsýning fjögurra upprennandi myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlega lokið námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn var valinn í samvinnu með Bjarka Bragasyni, deildarforseta Myndlistardeildar LHÍ, og boðið að dvelja í þriggja vikna vinnustofudvöl í Skaftfelli þar sem þau fengu næði til að þróa tillögur sínar fyrir sýninguna. Þau vinna öll með ólíkar áherslur en þó er hægt að greina fíngerðan þráð […]
2022
Johan F Karlsson – Pathway Through A Sunstone / Leið í gegnum sólarstein
11. febrúar – 12. mars 2022, í sýningarsal Skaftfells Opnunin fer fram föstudaginn, 11. febrúar kl. 18:00-20:00 og er hluti af listahátíðinni List í ljósi. Sýningin verður opin til kl. 22:00 á 11./12. febrúar. Leiðsögn með listamanninum fér fram á laugardaginn, 12. febrúar, kl. 15:00 (á ensku). Opnunartími: Mán/fim/fös 12:00-14:00 og 17:00-20:00; þri/mið 12:00-20:00; lau/sun 17:00-20:00 Aðgangur er ókeypis og gengið í gegnum bistróið á fyrstu hæð. Sýningin Leið í gegnum sólarstein byggist á listrænum rannsóknum á eiginleikum, sögu og notkun íslensks silfurbergs, sem er kristall og vel þekktur fyrir framlag sitt innan ljósfræðinnar og í tengslum við tilgátur um […]