1. april – 12. júní 2022, Vesturveggur Sýningin er opin á sama tíma og bistróið: Mán-fös kl. 12-22, lau-sun kl. 17-22. Garðar Bachmann Þórðarson er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði. Hann hefur starfað sem kokkur síðastliðinn 11 ár, bæði í Danmörku, Frakklandi og Spáni og hefur jafnframt fengist við ljósmyndun og video gerð. Hann hefur meðal annars sýnt verk sín á TIFF, Skjaldborg og nú síðast í Herðubreið. Garðar starfar nú sem kokkur á Ísfisks togaranum Gullver NS12 sem gerir út frá Seyðisfirði og vinnur að bók sem ber heitið Brak og Brestir eldað um borð í Gullver NS12. Bókverkið fjallar um […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Alter/Breyta – Brák Jónsdóttir, Hugo Llanes, Joe Keys, Nína Óskarsdóttir
Alter/Breyta er samsýning myndlistarmannanna Brák Jónsdóttur, Hugo Llanes, Joe Keys og Nínu Óskarsdóttur. Sýningin opnaði laugardaginn 26. mars og stendur til 22. maí. Sýningarstjóri er Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. Um sýninguna: Sýningin Alter / Breyta er samsýning fjögurra upprennandi myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlega lokið námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn var valinn í samvinnu með Bjarka Bragasyni, deildarforseta Myndlistardeildar LHÍ, og boðið að dvelja í þriggja vikna vinnustofudvöl í Skaftfelli þar sem þau fengu næði til að þróa tillögur sínar fyrir sýninguna. Þau vinna öll með ólíkar áherslur en þó er hægt að greina fíngerðan þráð […]