11. febrúar – 12. mars 2022, í sýningarsal Skaftfells Opnunin fer fram föstudaginn, 11. febrúar kl. 18:00-20:00 og er hluti af listahátíðinni List í ljósi. Sýningin verður opin til kl. 22:00 á 11./12. febrúar. Leiðsögn með listamanninum fér fram á laugardaginn, 12. febrúar, kl. 15:00 (á ensku). Opnunartími: Mán/fim/fös 12:00-14:00 og 17:00-20:00; þri/mið 12:00-20:00; lau/sun 17:00-20:00 Aðgangur er ókeypis og gengið í gegnum bistróið á fyrstu hæð. Sýningin Leið í gegnum sólarstein byggist á listrænum rannsóknum á eiginleikum, sögu og notkun íslensks silfurbergs, sem er kristall og vel þekktur fyrir framlag sitt innan ljósfræðinnar og í tengslum við tilgátur um […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Dæja Hansdóttir á Vesturvegg
28. janúar – 30. mars 2022 á Vesturvegg, Skaftfell Bistró Opnunartími: Mán/fim/fös 12:00-14:00 og 17:00-22:00; þri/mið 12:00-22:00; lau/sun 17:00-22:00 Dæja Hansdóttir (f. 1991 Reykjavík) býr og starfar á Seyðisfirði en fæddist í Bandaríkjunum og var alin upp af innflytjendum frá Íslandi og Hondúras. Dæja laðast að fagurfræði formfastra almenningsrýma sem búa yfir tímabundnum, efnislegum eiginleikum sem hún telur að bjóði upp á að opinbera tilfinningalegar æfingar og geri okkur kleift að brjótast gegn þeim hlutverkum sem við höfum tileinkað okkur bæði á bakvið tjöldin og opinberlega. Meginmiðill Dæju við listsköpun sína er ljósmyndun, en hryllingurinn sem felst í myndsköpuninni holdgervist í […]