Sýningin ‘Bátur, setning, þriðjudagur’ er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur nemenda á þriðja ári hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns. Gunnhildur dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning við opnun sýningarinnar, eða klukkan 18, […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Vesturveggur – prentverk frá Seyðisfirði
Skaftfell kynnir nýja sýningu á Vesturvegg Skaftfell bistró: röð prentverka sem voru gerð síðastliðinn Mars þegar nemendur frá LHÍ dvöldu í Skaftfelli og unnu í prentverkstæðinu Prentverk Seyðisfjörður.