16 júl 2005 – 04 ágú 2005 Vesturveggur Ég er grafíker sem málar myndir og ég málaði stóra veggmynd í vinnustofu minni í Noregi, þar sem ég dvaldi í nokkra mánuði á síðasta ári. En áður en ég fór aftur heim til Íslands ?urfti ég að mála yfir myndina sem að meira að segja Sonja Noregsdrottning hafði skoðað og var veggmyndin skýrð eftir því „Royal cow“, ekki ?að að Sonja hafi ekki verið fín kona. Fyrir mig er myndlist með ákveðin líftíma áhugavert fyrirbæri, þar sem kraftur og kæruleysi haldast í hendur og svo er hitt fyrirbærið sem ég er […]
Liðnar sýningar og viðburðir
MYNDBREYTINGAR
02 júl 2005 – 13 ágú 2005 Aðalsýningasalur Á sýningunni vinn ég með ryk. Skilgreining mín á ryki nær til alls sem þyrlast, þe. hins duftkennda. Ryk er m.a. til af því að við erum til og er hluti hins daglega lífs, líkt og listin hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ryk verður til vegna athafna okkar og annarra náttúruafla. Ryk er afleiðing sköpunar og í tilfelli sýningarinnar einnig orsök sköpunar og er þannig bæði upphaf og endir. Rykið er hráefnið sem verður hinn sýnilegi hluti sýningarinnar. Sýningin er innsetnig og sem slík er hún aðeins til þann […]