Liðnar sýningar og viðburðir

Vesturveggurinn 2005 : Myndlistarbrall-Artmuck

Þó svo þrír af fjórum sýnendum á Vesturveggnum þetta árið vinni mestan partinn með vídeó stjórnast valið þó fyrst og fremst af því að listamennirnir eiga það allir sammerkt að sköpunarkraftur og list þeirra er órjúfanlegur hluti af hversdeginum. 25. júní – Kolbeinn Hugi Höskuldsson (ísl.) 16. júlí – Davíð Örn (ísl.) 6. ágúst – Malin Ståhl (svíi) 20. ágúst – Dodda Maggý (ísl.) Sýningarstjórar Vesturveggsins 2005 eru Carl Boutard og Dodda Maggý Kristjánsdóttir

UMBROT

UMBROT

15 maí 2005 – 26 jún 2005 Aðalsýningarsalur UMBROT Blákaldar staðreyndir um heitan jökul Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu. Eldvirkni undir jöklum er hvergi meiri en á Íslandi og hér er hún mest undir Vatnajökli. Þannig er Vatnajökull kaldasti staður á Íslandi en líka heitasti jökull í heimi. Þegar gengið er fram á sjóðandi leirhveri á miðjum jökli er það snerting við ósnortna sjálfstæða veröld þar sem fortíð, nútíð og framtíð blandast saman í eina ólgandi iðu. Þannig er heimsókn á hverasvæði Vatnajökuls lík því að eiga stefnumót við sköpunina sjálfa. Ólgan og tilbrigðin í leirhverunum eru eins mismunandi og […]

Read More