Liðnar sýningar og viðburðir

Bókmenntakynning

Rithöfundarnir Sigrún Eldjárn, Guðmundur Andri Thorsson og Sjón lesa upp úr verkum sínum. Magnús Skúlason sem er einn þriggja ritstjóra ,, Af Norskum rótum” kynnir bókina. Magnús Skúlason er arkitekt og forstöðumaður Húsfriðunarnefndar ríkisins. Aðgangseyrir kr. 1000.- Týndu augun Sigrún Eldjárn Það er alltaf þoka í sveitinni þar sem Stínu og Jonna var komið fyrir. Og þegar þau ákveða að flýja bæta úfið hraunið og dularfullur skógurinn ekki úr skák. Enda stendur Stínu hreint ekki á sama þegar hún verður viðskila við litla bráoður sinn og hrapar sjálf ofan í djúpa sprungu. Jonni var reyndar með Rekkjusvínið sitt í fanginu, […]

Read More

Skissur og pastelmyndir

Listamaðurinn sýnir skissur, olíu- og pastelmyndir unnar á tímabilinu 1990-2003   Garðar Eymundsson fæddist 29. júní 1926 í Baldurshaga á Seyðisfirði. Hann hefur málað og búið til myndir frá því hann man eftir sér. Garðar lærði hjá Karli Kvaran og hefur verið virkur í lista- og menningarlífi Seyðisfjarðar um áratugaskeið. Garðar hefur sýnt víða, verið sýningastjóri, skipuleggjandi og þátttakandi í að gera listahátíðina Á seyði svo veglega sem raun ber vitni. Listagyðjunni sýndu hann og kona hans Karólína Þorsteinsdóttir mikinn og ómetanlegan sóma með því að gefa hús sitt Skaftfell til eflingar lista- og menningarlífs á Seyðisfirði.