Sýningin var sett upp í gamalli síldarverksmiðju sem gengur undir nafninu Gamla Norðursíld á Seyðisfirði. Síldarverksmiðja þessi þjónaði sem vinnustofa hennar þær vikur sem hún dvaldi hér. Fjallahringurinn sem er útsýni vinnustofunnar hefur hún teiknað aftur og aftur og hægt og rólega umbreyttist fjörðurinn í höndum hennar í fjöður (fjörður – fjöður). Sýningin er ein stór innsetning á sama tíma og hvert verk fær sitt andrými. Innsetningin samanstendur af teikningum af firðinum, löngum pappírsrenningum með orðinu „fjörður“ skrifað aftur og aftur, fjöðrum sem límdar eru á pappír og fleiri stúdíum af orðinu sjálfu og útsýninu. Eftir því sem lengra er […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Snjóform
Hreyfi- og hljóðmyndaverkið Snjóform er eitt sex verka úr myndröðinni Hreyfimyndir af landi og er unnið í samstarfi við Dag Kára Pétursson sem semur tónlistina. Flytjendur ásamt honum eru Orri Jónsson og Gyða Valtýsdóttir. Í apríl s.l. dvaldi Guðrún í gestaíbúðinni í Skaftfelli og tók þá videomyndir af hlíðum fjallanna á Seyðisfirði sem varpað er á vegg sýningarsalarins. Verkið er 2 mínútur að lengd og leika snjóformin í fjallshlíðum Seyðisfjarðar aðalhlutverkið og undir ómar tónlist Dags Kára. Í hinum enda salarins hanga tvö málverk af snjóformum í fjöllunum beint á móti hvort öðru. Í myndlist sinni reynir Guðrún (fædd 1950) […]