Liðnar sýningar og viðburðir

Að kveðjast og heilsast – Tinna Guðmundsdóttir

Að kveðjast og heilsast – Tinna Guðmundsdóttir

3. júli – 16. ágúst, Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró. Opnunartími: mið – sun kl. 12:00-17:00 Ljósmyndaserían Að kveðjast og heilsast er skrásetning á stuttu tímabili fjölskyldulífsins. Með tíu ára millibili eru kvenkyns fjölskyldumeðlimir listamannsins, móðir og þrjár systur, ljósmyndaðar með öllum þeim fjölskyldumeðlimum sem búa á heimilinu hverju sinni. Fjölskyldur eru síbreytilegar einingar og serían fangar þær breytingar sem eiga sér stað milli myndataka, einstaklingar og gæludýr bætast við hópinn og hverfa úr honum, samhliða fæðast börn og vaxa úr grasi. Fyrsta ljósmyndatakan átti sér stað árið 1998 í svart hvítu, meðan listamaðurinn var ennþá í framhaldsskóla. Á þeim tíma […]

Read More

Teikningar og tjáning í samkomubanni

Teikningar og tjáning í samkomubanni

Vesturveggur gallerí, Skaftfell Bistró, 17. júni – 1. júlí 2020. Um langt skeið hefur gestum í Bistrói Skaftfells boðist að teikna og skrifa á A4 blöð og skilja eftir. Einu sinni á ári er bunkinn svo bundinn inn í bók. Vegna aðstæðna sem sköpuðust vegna Covid-19 bauð Skaftfell öllum á Seyðisfirði og víðar að senda inn teikningar sem gerðar voru þegar setja þurfti almenningi reglur um samskiptabann og sóttkví. Þessar teikningar gátu verið afsprengi þeirra tilfinninga og þanka sem spruttu fram á þessu undarlega tímabili sem við þurftum öll að ganga í gegnum.  Eftir afléttingu samkomubanns er gaman að geta […]

Read More