Skaftfell tilkynnir opnun sumarsýningarinnar The Arctic Creatures Revisited, sem verður opin almenningi frá 6. maí til 20. ágúst 2023. Á sýningunni eru yfir 20 ljósmyndir eftir The Arctic Creatures, samstarfshóp þriggja listamanna – myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins og leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans/leikstjórans Stefáns Jónssonar. Á löngum gönguferðum um óbyggðir Íslands leika listamennirnir hlutverk í senum sem þeir semja og setja á svið og eru innblásnar af fundnum hlutum sem einnig gegna hlutverki leikmuna. Afraksturinn eru ljósmyndir teknar á árunum 2012-22, í senn skoplegar og sorglegar, skringilegar og umhugsunarverðar, einlægar en um leið listilega kænlegar. Hrafnkell, Óskar og Stefán eru […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Vídeóverk í fimm þáttum
10. febrúar – 10. mars 2023, sýningarsal Skaftfells Opnun 10. febrúar kl. 17:00 – 18:00 Vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmiss konar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Samsýningin verður opnuð 10. febrúar, sem hluti af List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar. Sýningin er styrkt af: The Cantonal Culture Department Basel-Stadt, Swiss Arts Council Pro Helvetia, Múlaþingi, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Austurlands.