Liðnar sýningar og viðburðir

The Arctic Creatures Revisited

The Arctic Creatures Revisited

Skaftfell tilkynnir opnun sumarsýningarinnar The Arctic Creatures Revisited, sem verður opin almenningi frá 6. maí til 20. ágúst 2023. Á sýningunni eru yfir 20 ljósmyndir eftir The Arctic Creatures, samstarfshóp þriggja listamanna – myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins og leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans/leikstjórans Stefáns Jónssonar. Á löngum gönguferðum um óbyggðir Íslands leika listamennirnir hlutverk í senum sem þeir semja og setja á svið og eru innblásnar af fundnum hlutum sem einnig gegna hlutverki leikmuna. Afraksturinn eru ljósmyndir teknar á árunum 2012-22, í senn skoplegar og sorglegar, skringilegar og umhugsunarverðar, einlægar en um leið listilega kænlegar. Hrafnkell, Óskar og Stefán eru […]

Read More

Vídeóverk í fimm þáttum

Vídeóverk í fimm þáttum

10. febrúar – 10. mars 2023, sýningarsal Skaftfells Opnun 10. febrúar kl. 17:00 – 18:00 Vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmiss konar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Samsýningin verður opnuð 10. febrúar, sem hluti af List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar. Sýningin er styrkt af: The Cantonal Culture Department Basel-Stadt, Swiss Arts Council Pro Helvetia, Múlaþingi, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Austurlands.