23. september – 31. desember 2022, Skaftfell Bistró BERND KOBERLING Haust | Autumn – Loðmundarfjördur The Painterly Self Nú til sýnis í bistrói er uppsetningu á vatnslitamyndum eftir hinn virta þýska listamann Bernd Koberling (Berlín, 1930), sem haft hefur sumardvöl í Loðmundarfirði síðan 1977, þegar hann var fyrst kynntur fyrir Austfjörðum af Dieter Roth. Vatnslitamyndirnar tíu voru allar málaðar haustið 1998, stofnár Skaftfells fyrir tæpum 25 árum. Í þeim má finna vísun í landslag og gróðurfar Loðmundarfjarðar í litum sem á svipmikinn hátt kalla fram haustið. Verkin verða til sýnis frá 23. september – 31. desember 2022. Kærar þakkir fá […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Rikke Luther – On Moving Ground
17. september – 20. nóvember 2022 í sýningarsal Skaftfells Opnun: 17. september, 16:00-18:00 í Skaftfelli, og 18:00-19:30 í Herðubíó (kvikmyndasýning) Leiðsögn með listamanninum: 18. september kl 14:00. Allir viðburðir eru ókeypis. Opnunartími: Þri–sun kl. 17:00–22:00, mán lokað Einkasýning Rikke Luther í Skaftfelli sýnir yfirstandandi rannsóknir listamannsins á pólitískum, samfélagslegum og umhverfislegum tengslum milli jarðefnavinnslu, nútímans, jarðvegseyðingar og hnattrænna breytinga. Verk hennar kanna áhrif sandnáms, kolefnisfrekrar framleiðslu steinsteypu og áhrif hækkandi hitastigs, á stöðugleika jarðarinnar sem við búum á. On Moving Ground býður upp á innsýn í fjölbreyttar rannsóknaraðferðir og listræna framleiðslu listamannsins, allt frá kvikmyndum til stórra teikninga til safnefnis, […]