Laugardaginn 20. ágúst, kl. 10:00-11:30 og 13:00-16:00 Taktu þátt í FLOCK listasmiðju með Rachel Simmons! Smiðjan inniheldur göngutúr og fuglaskoðun um bæinn fyrir hádegi og prentgerð í stúdíóinu þar sem skrautlegir fuglarnir verða til. Smiðjan er fyrir krakka á öllum aldri og foreldrar eru velkomnir með! Aðgangur er ókeypis. Sendu tölvupost á fraedsla@old.skaftfell.is fyrir frekari upplýsingar og skráningu. kl. 10:00-11:30: Fuglaskoðun.Hist verður kl. 10:00 í Herðubreið til þess að skoða FLOCK sýninguna og svo verður farið í fuglaskoðunargöngu með listamanninum. kl. 11:30-13:00 Hádegishlé kl. 13:00-16:00: Prentsmiðja. Eftir hádegi hittumst við kl. 13:00 í smiðju Seyðisfjörður Prentverk að Öldugötu 14. Rachel Simmons er bandarísk listakona […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Sýning og listamannaspjall með Rachel Simmons
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 16:30, Herðubreið Skaftfell býður Rachel Simmons gestalistamann ágústmánaðar hjartanlega velkomna! Rachel mun opna sýningu á verki sínu FLOCK í gallery Herðubreiðar og halda kynningu á verkum sínum og námskeiði sem hún mun bjóða uppá síðar í ágúst fyrir börn og foreldra á Seyðisfirði. Rachel Simmons er Bandarískur listkennari sem kennir prentlist og bókagerð við Rollins College í Winter Park, Flórída. Hún hóf listkennslu feril sinn eftir að hafa hlotið MFA gráðu í listmálun og teikningu frá Louisiana State University. Rachel sérhæfir sig í bókagerð og prentun og er listsköpun hennar innblásin af bæði umhverfis aktívisma og persónulegum frásögnum. […]