Skaftfell, Austurvegi 42 26. nóvember – 15. desember 2022. Opið mánudaga til föstudaga, kl. 9:00 – 15:00. Breska listakonan Nicola Turner hefur dvalið sem gestalistamaður Skaftfells í nóvember. Nú í lok dvalarinnar sýnir hún innsetningu í inngangi og bókabúð Skaftfells á annari hæð, sem ber heitið Myth and Miasma. Verkið verður til sýnis frá 26. nóvember til 15. desember. Opið á skrifstofutíma: Mánudaga-föstudaga frá 9:00-15:00. Í verkum sínum bregst Nicola við stöðum og vinnur með lífræn úrgangsefni. Með því að ganga um landslagið umhverfis Seyðisfjörð fræddist hún um byggðasögu, búskap og landfræðileg fjarðarins. Eitt af því sem vakti fyrst athygli […]
Residency events and activities
Listamannaspjall: Jan Krtička og Nicola Turner
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á kynningu á verkum og hugleiðingum tveggja núverandi gestalistamanna Skaftfells. Fimmtudaginn 10. nóvember, 19:00-20:30, Skaftfelli, efstu hæð. Jan Krtička er listamaður sem vinnur með hljóð og innsetningar. Hann hefur aðsetur í Tékklandi og kennir við listadeild Jan Evangelista Purkyně háskólans í Ústi nad Labem. Jan lærði listkennslu, skúlptúr og grafískri hönnun. Hann hefur sýnt víða í Tékklandi. Jan dvelur í Skaftfelli í október og nóvember í tengslum við alþjóðlega samstarfsverkefnið Gardening of Soul: In Five Chapters sem Skaftfell er samstarfsaðili að. Verkefnið er styrkt af EES Iceland Liechtenstein Norway Grants. Það rannsakar og pantar listaverk í almenningsrýmum […]