Zuhaitz Akizu: Skrítið Skraut Verkin á sýningunni Skrítið Skraut eru úr persónulegu safni Zuhaitz Akizu. Zuhaitz safnar, umbreytir og setur saman hluti og efnivið sem hann heillast af. Stundum taka hlutirnir á sig mynd á nokkrum sekúndum, þó þeir hafi verið í gerjun í langan tíma. Aðrir hafa tekið mörg ár að ná þeim stað þar sem þeir geta ekki þróast frekar. Hugmyndirnar og hugtökin á bak við þessar fagurfræðilegu hrifningar halda hinsvegar áfram að þróast í hvert sinn sem Zuhaitz tekur sér eitthvað nýtt fyrir höndum. Zuhaitz finnur húmor á óvenjulegum stöðum þar sem ferlið er hvorki línulegt né […]
Yfirstandandi sýningar
Sjávarblámi: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
21. júní – 27. septemberBryndís Snæbjörnsdóttir & Mark WilsonSýningarstjóri Æsa Sigurjónsdóttir. Opnun 21. júní kl. 16:00 Hvaða hvalir koma til íslands á sumrin?Hvernig birtist virðing mannsins fyrir hvalnum í sögu og samtíma?Slíkar spurningar hafa lengi heillað listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson en í verkum sínum rannsaka þau fjölþætt samskipti manna og annarra dýra. Í þessu nýja verkefni, á sýningunni Sjávarblámi, rekja þau ferðir einstakra hvala við Íslandsstrendur. Þau sigldu á haf út með vísindafólki sem kannar göngur og hljóðsvið hvala og kynntu sér hvernig síbreytileg umhverfisjónarmið byggja ætíð á gildismati mannsins. Þau rifja upp heimildir um hvalreka á Íslandi […]