Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla sýnir verk nemenda sem þau unnu m.a. í tengslum við þema List án landamæra; list fyrir skynfærin. Nemendur unnu með snertingu, áferð, litablöndun, hlustun og hljóm í tengslum við myndsköpun. Einnig verður til sýnis afrakstur verkefnisins Plastfljótið, undir handleiðslu Ólöfu Bjarkar Bragadóttur.
Plastfljótið – Listmenntun til sjálfbærni – Þátttökulistsköpun
“Markmið verkefnisins er að benda á leiðir um það hvernig má nýta listsköpun til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi sjálfbærrar þróunar og reyna með því að leita leiða til að minnka vistspor okkar hér á jörðu og vernda náttúruna. Með verkefninu er leitast við að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun plastumbúða og um leið hvatning til aðgerða í þeim málum”. Ólöf Björk
Komið verður við í bókabúðinni – verkefnarými í afturgöngunni sem hefst kl. 20:00 föstudaginn 4. nóvember frá Tækniminjasafninu auk þess sem sýningin er opin laugardaginn 5. nóvember kl. 12:00-16:00