Tveggja daga sýning í Bókabúðinni – verkefnarými
Opnar föstudaginn 24. jan, kl. 16:00
Einnig opið laugardaginn 25. jan frá 14:00-17:00
Matthias Ruthenberg (f. 1984, Berlín) býr og starfar í Bremen, Þýskalandi. Matthias teiknar, býr til bókverk og lítil fjölfeldi, semur tilraunakennda tónlist og rekur litla púkalega tattú-þjónustu.
Síðustu tvo mánuði sem gestalistamaður hefur Matthias haldið áfram iðju sinni við að teikna myndir innblásnar af daglegu lífi og uppgvötaði nýja hluti í kringum sig til að gera grein fyrir. Á sýningunni má finna brot af veðrinu, gerviblóm, kaffi, peysu, Hörpuna, minningar, tattú, skúra, óhlutbundar myndir, ferðalag, sundlaug, bensínstöð, pönk-rokk dagbók, leiðinleg mannvirki, leyndarmál og hund.
Tags: Bókabúðin-verkefnarými