Skaftfell býður velkominn til listamannadvalar Roman Sokolov, heimildaljósmyndara með gráðu frá Fjölmiðlunar- og blaðamennskuháskóla Danmerkur (DMJX). Roman fæddist í St. Pétursborg en býr nú í útlegð í Danmörku. 2017-2018 nam hann við Lista- og heimildaljósmyndaháskólann „Fotografika“ í St. Pétursborg.
Meðan á sex vikna dvöl Romans hér stendur mun hann rannsaka hvernig Ísland bregst við áhrifum loftslagsbreytinga. Hann hittir loftslagssérfræðinga sem stunda ýmiss konar rannsóknir, þar á meðal í skógrækt, líffjölbreytni, bráðnun sífrera, endurnýtanlegri orku, ylrækt og vatnsmeðferðum.