Home » 2016

Gjörningur

Norska listakonan Nora Joung endursegir sögur sem styðjast við sögulegar staðreyndir, heimspekilegar vangaveltur og ljóðræna frásögn. Fyrir sýninguna Samkoma handan Norðanvinsins mun hún segja frá mismunandi virkni munnsins, menningarsögu hans, stúlku sem drukknaði og gúmmíbragði.

„The rescue-Anne doll is said to be the most kissed face in the world. She is modelled after the death mask of a drowned teenager found floating in the river Seine. Though the pathologist ruled her death a suicide, an impish smile rested on her lips. After the death mask became popularised as a piece of decór, actresses took to modelling their look after it. For a while, the look of the dead girl was the erotic ideal.

What an annoyance it must be, to be clumsily resuscitated by thousands of pawing strangers. The plastic sternum convexed and concaved to the rythm of the Bee Gees’ Staying Alive.“

Nora Joung (f. 1989) lifir og starfar og er staðsett í rými (og tíma!). Hún útskrifaðist með M.A. frá Háskólanum í Osló. Verk hennar hverfast iðullega um sambandið milli tungumáls og hins myndræna: Þar sem annað þeirra gæti verið staðgengill hins og gefur til kynna táknfræðileg skipti og stöðuga baráttu um hvort er hinu fremra. Nora starfar einnig sem listgagnrýnandi.

Hluti af Samkoma handan Norðanvindsins

MyndlistarsjodurSL_austurland