Herðubreið – bíósalur
Miðvikudag 25. mars kl. 20:00.
(109 mín.)
Grænna hinum megin er farands videó listahátíð stofnuð að frumkvæði listamannsins Clemens Wilhelm í Berlín árið 2011.
Að þessu sinni beinir hátíðin sjónum sínum að verkum eftir þýska listamenn sem eru fæddir í kringum 1980. Verk þeirra endurspegla málefni hinnar hnattvæddu kynslóðar: persónuleg og hnattræn viðfangsefni togast á við þau samfélagsvandamál sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir.
Grænna hinum megin kynnir áhrifaríkt samansafn myndbandsverka sem afhjúpa undirmeðvitund líðandi stundar: öfgar kapítalisma, afleiðingar neysluhyggju, hættan sem stafar af stafrænni rómantík, kreppu karlmennskunnar, hryllinginn mannkynssögunnar, afleiðing eftirlits, aðskilnað frá náttúrunni og ósýnileika dauðans. Máltækið „grasið er alltaf grænna hinum megin“, minnir okkur á að staðir virðast alltaf stórkostlegri séð úr fjarska. En þegar maður ferðast er erfitt að losna undan þeirri tilfinningu að áfangastaðir séu að verða æ svipaðri, jafnvel verslunarlegri og fyrirtækjavænni. Hvar er þetta „græna hinum megin“ á tuttugustu og fyrstu öld?
Dagskrá
Constantin Hartenstein
ALPHA (11 min)
Julia Charlotte Richter
PROMISED LAND (11 min)
Marko Schiefelbein
LIFE BEGINS HERE (15 min)
Clemens Wilhelm
CONTACT (15 min)
(hlé)
Thomas Taube
DARK MATTERS (20 min)
Ulu Braun
BIRDS (15 min)
Bettina Nürnberg & Dirk Peuker
ZEMENT (12 min)
Nike Arnold
HADES TREPTOW (10 min)
Heildartími 109 min
Um hátíðina
Síðan 2011 hefur Græna hinum megin sýnt mismunandi dagskrár á Organhaus Art Space, Chongqing (CN), Sichuan Fine Arts Insitute, Chongqing (CN), Frequency Time Group, Chengdu (CN), SIM Samband íslenskra myndlistarmanna, Reykjavik ( IS), Meneer de Wit, Amsterdam (NL), Buitenwerkplaats Artist Residency, Starnmeer (NL), Titanik Gallery, Turku (FI), Kallio Kunsthalle, Helsinki (FI), Eesti Kunstiakadeemia, Tallinn (EST), Glasgow School of Art ( UK), Babel Art Space, Trondheim (NO), Small Projects, Tromsø (NO), NOD Gallery, Prag (CZ), Atelier Nord ANX, Oslo (NO), og Zajia Lab, Beijing (CN).
Græna hinum megin er listamannafrumkvæði rekið án hagnaðar. Hátíð er gerð mögulegt með örlátum stuðningi listamanna og samstarfs stofanna.