Ólafur Þórðarson sýna einfalt verk sem samanstendur af skúlptúr og myndbandi. Myndbandsverkið er titlað “hagræðingar”, það er nálgun á hvernig við menn umbreytum og hagræðum. Í myndbandinu er tekist á með samspili náttúru og mannsins. Vatnsföll birtast og endurfæðast, kynntur er manngerður grjótfoss í tímabundnum brútalisma þess sem kemur hlutum í verk.
Í myndbandinu er fljótandi skúlptúr sem titlast Gríman. Hún er holdgervingur þess sem unnið er í heimi vökvans. Hún er efnisbirting hagræðingar efnisins, andlit þess sem er dautt fyrir og eftir fæðingu, fyrirboði, lík, vættur. Tákn þeirra framfara sem eru fyrirfram dæmdar, áður en þær öðlast líf eða merkingu í hverfulum heimi tímabundinnar tjáningar.
Ólafur býr og starfar í New York, hann er með meistaragráðu í arkitektúr frá Columbia háskóla. Hann hefur verið prófdómari í 7 þekktum háskólum á New York svæðinu og kenndi til margra ára við hinn virta Rhode Island School of Design listaháskóla. Hann hefur unnið með ýmsum listamönnum, þ.á.m. gert hljóðskúlptúra með Skúla Sverrissyni, verið hönnuður með Ítalanum Gaetano Pesce og skapað stórann fljótandi skúlptúr fyrir Landsvirkjun. Utan sýningakatalóga hafa komið út tvær bækur um verk Ólafs. Verk hans hafa m.a. verið sýnd í söfnum víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum.
www.thordarson.com
Sýningin er opin föstudaga til sunnudaga frá 12:00 – 22:00.