Aðalsýningarsalur
09 ágú 2008 – 07 sep 2008
Að teikna með sálinni-Milli svefns og vöku.
Útgangspunktur sýningarinnar Handan hugans eru hugleiðingar um sköpunarþörfina, draumana og litina. Handan hugans fókuserar á teikninguna, það að teikna uppúr sér. Tengsl teikningarinnar, hugmyndaflugsins og draumana (drauma dags og nætur).
Ásdís kemur með eitthvað óvænt í pokahorninu beint frá Póllandi, þar sem hún hefur dvalið í vinnustofu undanfarið.
Bjargey sýnir teikningar úr seríunni: “Láttu mig í friði, ég er að reyna að sofa, ég kom ekki til Suður Ameríku til að vinna”
Ingibjörg teiknar konur alla daga.
Kristín teiknar allskyns fígúrur uppúr sér og skrifar gjarnan orð og setningar á teikningarnar.
Sýningin breytist allan sýningartímann, því sýnendurnir koma inn á ýmsum tímum á meðan á sýningunni stendur og dvelja í gestaíbúð Skaftfells, búa þar til ný verk og breyta sýningunni. Svo er jafnvel von á góðum gestum, nánar um það síðar:
17. ágúst
Leyndardómur Landnámsmanna – uppúr draumum
Um helgina bætast málverk Oddbjargar Sigfúsdóttur við sýninguna Handan Hugans – milli svefns og vöku, sýningarinnar síbreytilegu í Skaftfelli, Seyðisfirði.
Oddbjörg er austfirsk alþýðulistakona og hefur hún teiknað og málað frá því að hún man eftir sér. Oddbjörg sýnir 6 portrettmyndir af fornmönnum eins og ásjónur þeirra birtust henni í draumi. Þeirra á meðal er Bjólfur sá er nam Seyðisfjörð.
23. ágúst
Laugardaginn 23. ágúst verður boðið uppá saft í Skaftfelli í tilefni þess að myndlistarmaðurinn Ingibjörg Magnadóttir bætir við verkum inní sýninguna Handan hugans.
Það síðasta sem við listamennirnir þurfum að vera er góðborgari. Við þurfum ekki að vera fræðimenn, né athafnafólk , né umboðsmenn.
Ástin Guð og Listin skipta mestu máli. Listamaðurinn er aðal, aðal á ekki að vera í sjálfboðavinnu fyrir Islenskt menningarlíf. Og hvenar er listamaður listamaður, þefaðu af honum og þú veist það um leið. Þráin er svo mikilvæg, halda henni inni. Hafa aðgang að Undirvitundinni.
Hin dýra list Þá er átt við list sem fáir hafa efni á að gera. Sem sárafáir skilja og enn færi hafa efni á kaupa .
Imma segir : Say yes yes yes to all existance, Nike, nei ég meina Nietsczhe. Just Do it!
30. ágúst
,,Í sjónvarpinu er video og svo er varpað annari mynd ofan í sjónvarpið, úr verður nokkurs konar sjónhverfing af konu sem er í Eilífu Augnabliki að rifja upp gamla atburði eða að dreyma.”
Ásdís sýnir einnig teikningar á glæruvarpa og plastverk sem að lýsast upp þegar varpaljós lendir á þeim.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir er fædd árið 1976, hún býr og starfar í Reykjavík. Ásdís lauk MA námi í myndlist frá UCLA í Kaliforníu 2004.
http://asdissifgunnarsdottir.com
http://this.is/bjargey/