List í Ljósi hátið, Seyðisfirði, 13.-15. feb 2020, daglega kl 18:00-22:00.
Hyun Ah Kwon (f. 1991) er myndlistarkona frá Seoul, Suður-Kóreu, sem vinnur m.a. með hljóð og prent. Hún býr og starfar í London. Hyun Ah útskrifaðist frá Central Saint Martins, London (MFA, 2018); Ewha Woman´s University í Seoul, (BA, 2015) og Global Student Program at the University of California, Davis (2014). Hún er gestalistakona Skaftfells frá janúar til mars 2020.
Með þátttöku sinni í List í ljósi mun Hyun Ah sýna nýlegt verk sitt í nýju samhengi. Verkið nefnist „Innsýn“ (2018) og er videó-innsetning sem byggir á upplifun okkar á hinu háleita sem hún dregur fram með því að óskýra sýn áhorfandans í einka- og almenningsrými. Hyun Ah notar til þess ljós og video sem hún varpar inn í rýmið bæði utanfrá og öfugt. Hún hefur áhuga á að framkalla bæði það sem sameinar og sundrar mörkin á milli hins innra og ytra sjálfs, sem að hennar mati stendur fyrir hina háleitu upplifun.