Ný sýning í galleríi Vesturveggur í bistrói Skaftfells. Opið daglega frá kl. 15:00.
„Teikningarnar bera vísun í tilraun mannskepnunar til að skilja og skýra upplifun sína og það þekkingakerfi sem af hlýst. Andartaksaugnablik, frosið “Eureka”, guðleg upplifun, þekkingafræðileg sprenging, upplifun ofskynjunarefna eða fullnæging teiknuð upp af nákvæmni.“
Ingirafn Steinarsson útskrifaðist með mastersgráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2005 eftir nám Listaháskólanum í Vín, Austurríki árið 2003 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996-1999. Hann hefur sýnt verk sín á Íslandi síðan 1998 og einnig tekið þátt í sýningum í nokkrum borgum Evrópu og Bandaríkjanna. Hann býr á Seyðisfirði.