Í ár unnu nemendur í 2.-7. bekk í Seyðisfjarðarskóla með þema hátíðarinnar List án landamæra á Austurlandi “hreindýr”. Þau fengu til sín Ólaf Örn Pétursson hreindýraleiðsögumann sem upplýsti þau um sögu og lifnaðarhætti hreindýra á Íslandi. Með þessar upplýsingar í farteskinu unnu þau ýmist að tvívíðum eða þrívíðum verkum og verður afraksturinn til sýnis í Bókabúðinni – verkefnarými að Austurvegi 23.
Leiðbeinendur voru Þorkell Helgason smíðakennari við Seyðisfjarðarskóla og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fræðslufulltrúi Skaftfells.
Sýningin verður einnig opin fimmtudaginn 14. maí, Uppstigningadag, milli kl 12:00-18:00.