Lisa M. Stybor (DE), og Lísa Leónharðsdóttir (IS) / Anna Raabe (DE) / Max Richter (DE)
Opin vinnustofa föstudaginn 22. febrúar, kl. 17:00-20:00, 3. hæð Skaftfells, Austurvegi 42.
Einn af núverandi gestalistamönnum Skaftfells, Lisa Stybor (DE), mun halda opna vinnustofu og kynna verk í vinnslu í listamannaíbúðinni, 3. hæð í Skaftfelli (gengið inn gallerí megin).
Lisa M. Stybor er þýsk listakona, fædd 1953 í Aachen. Hún hefur síðastliðin tuttugu ár heimsótt Ísland til að rannsaka loft, jörð, vatn og eld. Í dag beinir hún athygli sinni að tíma. Hún ber línulegan tíma saman við líðandi stund. Í yfir tuttugu ár hefur hún þróað ólíka verkferla sem eru hliðstæðir. Nýlega tók hún sér fjögur mismunandi listamannsnöfn sem öll búa yfir eigin lífsferil og tjáningarform: Lísa Leónharðsdóttir, Anna Raabe og Max Richter.
Mynd fyrir ofan: Lisa Stybor, Hjá læknum, 2017, olía á striga 150x200cm, Ítalía
Lísa Leónharðsdóttir ólst upp á Íslandi og hefur alla sína tíð sem listamaður unnið með náttúru. Hún hefur helgað sig fjölbreytileika og fegurð, loft og svæði sem eru mitt á milli; hið myrka og dularfulla en á sama tíma viðkvæma og þunna loft. Á vissan hátt eru 18×26 cm akrýlmálverkin hennar bæði raunsæ og óhlutbundin: Raunsæ vegna þess að Lísa rannsakar hina raunverulegu litatóna og óhlutbundin þar sem hún tengir hvert form við sjóndeildarhringinn.
Lísa Leónharðsdóttir, Skissa af snjóbyl við bensínstöðin, 8.2.2019, kl. 8:00, Seyðisfjörður, trélitur á pappír, 26×18 cm.
Anna Raabe er listakona frá Berlín. Hún vinnur með landslagið eins og það væri rými sem býr yfir minni. Kjarni verka hennar er sársauki – bæði þjáning sem maðurinn hefur bakað sjálfum sér og mótlætið sem mætir honum. Síðasta stóra verkefnið hennar var ferðalag til Austur Tyrklands þar sem hún rannsakaði ummerki um þjóðarmorð á Armenum. Á þessari sýningu eru sýndar teikningar sem sýna jarðskjálftana í L´Aquila á Ítalíu 2009.
Anna Raabe, Turninn, 2019, úr myndaröðinni um jarðskjálftann í L´Aquila, grafít á pappír, 50x65cm
Max Richter er enn mjög ungur málari frá Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi. Hann tekst á við kraft og ryþma með því að eyða því og umbreyta. Myndefnið er vatn í formi fyrirbæris sem tekur sífelldum breytingum.
Max Richter, Við fossinn, 2019, grafít á pappír, 50x65cm, Ísland
„Sýningin er eins konar mælistika fyrir tíma. Hún er byggð upp eins og máluð melódía. Hvert stakt verk eru hluti af mikilli sinfóníu sem ber heitið Söngur jarðarinnar og hefur hún unnið að því samhliða öðrum verkum síðustu tuttugu ár. Verkin segja frá lofti, lífskrafti, tortímingu og sársauka, og umbreytingu og eyðingu, og þar með öllu því sem tengist mennsku okkar á tilvistarlegan hátt.“
Anne Simone Krüger (brot úr texta frá sýningu Lisu í Glückstadt, 2017)